Um Skriðu
Skriða er bókaútgáfa, prentverkstæði og vinnustofa staðsett við Eyrargötu á Patreksfirði.
Skriða var stofnuð árið 2019 af kettinum Skriðu sem bókaútgáfa, þá starfrækt í einu herbergi í heimahúsi. Síðan hefur Skriða vaxið og dafnað og í dag er hún með verkstæði í gömlum beitningaskúr við Eyrargötu á Patreksfirði, skammt frá höfninni. Á verkstæðinu eru ýmis tæki og tól til prentunar, bókbindingar og myndlistarvinnu.
Nýjustu bækurnar frá Skriðu (frá 2024) eru prentaðar á Riso-prentvél á umhverfisvænan pappír og handsaumaðar. Það er Skriðu hjartans mál að nýta allt efni sem fellur til við prentunina í önnur verkefni, s.s. í skissubækur, rifblokkir, teikniblokkir og nýjan handgerðan pappír. Bækurnar frá Skriðu eru prentaðar og saumaðar eftir eftirspurn til þess að sporna gegn offramleiðslu og sóun. Aðalmarkmið Skriðu er að miðla kærleika í gegnum bókmenntir og listir.
Hafa samband:
skridabokautgafa@gmail.com